Skólinn
![Teikning af Fjólu og samnemendum hennar ásamt tveimur kennurum.](/sites/default/files/media-library/fjola-kapumynd.png)
Seljaskóli tók til starfa haustið 1979. Fyrsta veturinn var einungis boðið upp á kennslu fyrir yngsta skólastigið en síðan fjölgaði nemendum og varð skólinn fjölmennastur með 1500 nemendur, þá tví- og þrísetinn skóli. Í dag er skólinn einsettur, heildstæður grunnskóli fyrir nemendur frá 1. - 10. bekk, með um 650 nemendur og ríflega 100 starfsfólk.
Frístundaheimilið Vinasel er við Seljaskóla og félagsmiðstöðin Hólmasel við samnefnda götu.
Skólastjóri: Jóhanna Héðinsdóttir
Aðstoðarskólastjóri: Laufey Unnur Hjálmarsdóttir
Deildarstjóri: Margrét Guðvarðardóttir
Deildarstjóri stoðþjónustu: Kristjana Ósk Sturludóttir
Námsráðgjafar: Guðný Þuríður Pálsdóttir og Laufey Elísa Hlynsdóttir
Skólastarfið
Starfsáætlun
Hvað er framundan í Seljaskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira.
- Starfsáætlun 2024-2025
Skólanámskrá
Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Seljaskóla? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í námi og starfi.
- Skoða skólanámskrá
Skólaráð
Skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Samkvæmt 8. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 skal starfa skólaráð við hvern grunnskóla.
Matur í grunnskólum
Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.
Þeir nemendur sem voru skráðir í fyrra verða sjálfkrafa skráðir í áskrift en aðrir þurfa að skrá sig. Breyting á skráningu fer fram á matur.vala.is.
![Teikning af Fjólu að borða mat í skólanum](/sites/default/files/2022-03/fjola-skolamatur_0.png)
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.
![Teikning af hjónum með ungling á milli sín.](/sites/default/files/media-library/hjon_og_unglingur.png)
Skólaráð
Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Meginhlutverk skólaráðs að vera vettvangur fyrir alla fulltrúa skólasamfélagsins til að eiga samráð um málefni skólans.
Mat á skólastarfi
Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.
Skólahverfi
Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Seljaskóla.