Seljaskólanemendur í útvarpinu!

Seljaskólanemendur í útvarpinu!
Sex nemendur úr Seljaskóla fengu það frábæra tækifæri að koma fram í útvarpsþættinum "Hvað ertu að lesa?" á Rás 1. Þátturinn er í umsjá hinnar hæfileikaríku Emblu Bachmann sem hefur gefið út tvær vinsælar barna- og unglingabækur, Stelpur stranglega bannaðar og Kærókeppnin, þrátt fyrir að vera einungis 18 ára gömul.
Í útvarpsþættinum fjallar Embla um barnabækur af ýmsum toga. Hún ræðir við rithöfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og aðra sem koma að gerð barnabóka, auk þess sem lesendurnir sjálfir fá tækifæri til að segja sína skoðun. Það var einmitt í því samhengi sem sex lestrarhestar úr Seljaskóla tóku þátt og sögðu frá skemmtilegum bókum sem þau höfðu lesið.
Þessir duglegu bókabéusar mættu í þáttinn:
• Tinna Karen Jóhannesdóttir (5. bekkur) – fjallaði um bókina Undirheimar
• Arna Guðrún Vignisdóttir (7. bekkur) – ræddi um bókaflokkinn Allt er svart í myrkrinu
• Saga Jörundsdóttir Blöndal (6. bekkur) – spjallaði um bókina Dans á rósum
• Álfrún Alba Gunnarsdóttir (4. bekkur) – talaði um Draugagang og Derby
• María Mist Einarsdóttir (5. bekkur) – ræddi um nýjustu bókina í Orra óstöðvandi bókaflokknum
• Kristján Breki Ásgeirsson (5. bekkur) – fjallaði um Fjársjóð í mýrinni
Við í Seljaskóla erum afar stolt af þessum frábæru nemendum okkar. Þeir sýndu einlægan bókaáhuga, mikinn metnað og gott sjálfsöryggi í þættinum. Þátttaka þeirra er hvatning fyrir alla nemendur, sem og aðra, til að grípa spennandi bók og lesa meira!
Við hvetjum öll til að hlusta á "Hvað ertu að lesa?"!