Nemendur í 3. bekk frumsýndu Línu Langsokk

Lína
Í síðustu viku frumsýndu nemendur í 3. bekkur glæsi­lega uppsetningu sína á Línu Langsokk við frábærar undirtektir! 
 
Hópurinn bauð upp á sex stórkostlegar sýningar fyrir fullu húsi þar sem gleði, kraftur og sköpunargleði voru í aðalhlutverki. 
Sandra, sviðslistarkennari skólans, stýrði verkinu af mikilli fagmennsku að vanda. Umsjónakennarar í 3. bekk unnu þétt með nemendum að bæði sviðsmynd og textavinnu og Rósalind tónlistakennari æfði söngatriðin með hópnum. 
 
Tæknin var einnig í öruggum höndum því Jón Karl og Óliver Atli í 9.bekk sáu um hljóð og ljós undir yfirumsjón Þóris kennara. Þeir tryggðu að hver sena fengi rétta stemningu og að sýningarnar runnu hnökralaust fyrir sig. 
 
Nemendur í þriðja bekk unnu hörðum höndum að sýningunni og sýndu mikinn metnað og þrautseigu en ekki síst mikla leikgleði. Ekki má gleyma að hrósa foreldrahópum sem studdi við vel bakið á sínu fólki í þessu skemmtilega en stundum krefjandi verkefni.