Félagsvistarmót

Nemendur í 6. og 7. bekk keppa í Félagsvist
Í dag ríkti sannkölluð keppnisstemning í miðrýminu í húsi fjögur þegar nemendur í 6. og 7. bekk tóku þátt í skemmtilegu félagsvistarmóti. Spilað var á hvorki meira né minna en 32 borðum og einbeiting, spenna og gleði lá í loftinu.
Undanfarnar vikur hafa krakkarnir verið dugleg að æfa sig í félagsvist í sínum heimastofum, þar sem þau hafa rifjað upp reglurnar og æft sig í að spila af heiðarleika og kurteisi – og það bar sannarlega árangur. Keppnin fór fram með mikilli prýði og eiga þátttakendur mikið hrós skilið fyrir prúðmennsku og dugnað á mótinu.
Sigurvegarar mótsins voru þau Egill Sölvi og Andrea í 6. bekk og Eva og Ásgerður í 7. bekk– innilegar hamingjuóskir til þeirra!
Við þökkum öllum sem tóku þátt fyrir frábæran dag!