Tilnefning til íslensku menntaverðlaunanna 2025

Íslenskubrú Breiðholts hlaut tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna 2025!
Íslenskubrú Breiðholts er samstarfsverkefni allra grunnskóla í Breiðholti sem miðar að því að efla kennslu fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku með markvissu samstarfi kennara skólanna. Hér er vefsíða verkefnisins.
Kennarar Seljaskóla í þessu verkefni eru:
Bryndís Valdimarsdóttir
Gyða Rós Flosasdóttir
Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir
Nela Rajic
Ósk Sigurjónsdóttir
Saeed Shamshirian
Svala Jónsdóttir
Við óskum þeim innilega til hamingju með tilnefninguna!
Íslensku menntaverðlaunin verða veitt við athöfn á Bessastöðum í byrjun nóvember.
Við óskum þeim innilega til hamingju með tilnefninguna!
Íslensku menntaverðlaunin verða veitt við athöfn á Bessastöðum í byrjun nóvember.
- Frekari upplýsingar um Íslensku menntaverðlaunin er að finna á vef Samtaka áhugafólks um skólaþróun
- Síðidegisútvarp RÚV 6. október – Guðfinna S. Bjarnadóttir, formaður viðurkenningarráðs verðlaunanna, kynnir tilnefningarnar