Skólabyrjun 2025
Kæru foreldrar og forráðamenn.
Föstudaginn 22. ágúst mæta nemendur í 2. - 10. bekk í skólann.
Nemendur í 1. bekk mæta mánudaginn 25. ágúst.
Kennsla hefst sama dag og skólasetningin. Nemendur eiga að mæta í stofurnar sínar og skólasetningin fer þannig fram að skólastjórnendur fara á milli kennslustofa.
Ekki er gert ráð fyrir að forráðamenn mæti með nemendum þennan dag.
Skólasetningardagur og kennsla 22. ágúst:
Nemendur í 2. - 7. bekk mæta kl. 8:30
Nemendur í 8. - 10. bekk mæta kl. 8.50.
2. bekkur: heimastofa hús 9
3. bekkur: heimastofa hús 10
4. bekkur: miðrými hús 6
5. bekkur: heimastofur hús 6
6. bekkur: miðrými hús 4
7. bekkur: heimastofur hús 4
8. bekkur: miðrými hús 3
9.GS: stofa 22
9. VJ: stofa 36
9. LÓ: stofa 21
10. JHH: stofa 23
10. JJ: stofa 26
10. OV: stofa 24
10. GÍ: stofa 25
Umsjónarkennarar taka á móti nemendum og eru með þeim fram að frímínútum kl. 9:50. Kennsla hefst skv. stundaskrá kl. 10.10.
Í umsjónartíma fá nemendur stundatöflu, kynningu á hópum, farið verður yfir starfið framundan, skólareglur, Sáttina og fleira.
Við hlökkum til að eiga gott samstarf við ykkur í vetur!
Skólastjórnendur og starfsfólk Seljaskóla