Perlað fyrir Kraft

Kraftur 2025

Sú hefð hefur skapast að nemendur í unglingadeild láta árlega gott af sér leiða og perla armbönd fyrir góðgerðafélagið Kraft sem styður við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Í ár perluðu nemendur samtals 403 armbönd og styrktu þar með þetta verðuga málefni um rúmar 1200 þúsund krónur. Vel gert nemendur og takk fyrir okkur Kraftur! ❤️