Foreldrafræðsla 8. september

Foreldrafræðsla

„Algóritminn sem elur mig upp“

Kæru foreldrar og forráðamenn
 
Frá og með haustönn er Seljaskóli símalaus skóli. Það er mikilvægt verkefni sem krefst góðs samstarfs heimila og skóla og þess vegna bjóðum við ykkur sérstaklega velkomin á foreldrafræðslu.
 
Þriðjudaginn 9. september kl. 18.00 í Aski (matsalnum) heldur Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur og sviðsstjóri Netöryggismiðstöðvar Íslands, erindið „Algóritminn sem elur mig upp“.
 
Hann mun fjalla um:
 
- Hvernig samfélagsmiðlar og snjalltæki eru hönnuð til að fanga athygli.
- Stöðu og áskoranir íslenskra barna á netinu.
- Samskipti, áreitni og falskar aðgengisleiðir.
--Aldurstakmörk og ábyrgð foreldra.
- Fjölmiðlalæsi og gervigreind.
 
Erindið veitir hagnýtar upplýsingar og góð ráð sem nýtast öllum foreldrum í að styðja börnin sín í stafrænum heimi.
 
Við hvetjum ykkur eindregið til að mæta og taka þátt!
Saman búum við börnum okkar öruggara og jákvæðara umhverfi á netinu.