Nemendur í 5. bekk sýna Konungur ljónanna!

K1

Konungur ljónanna frumsýnd!

Nemendur í 5. bekk sýna konungur ljónanna!

Fyrir skömmu frumsýndu nemendur í 5. bekk leikritið Konungur ljónanna! 
 
Þau sýndu sex sýningar fyrir nemendur skólans og foreldra. Öllu var tjaldað til og mikil vinna lögð í sýninguna. Kennarar og nemendur lögðust á eitt til að breyta Bláberinu (sal Seljaskóla) í Ljósukletta og flytja áhorfendur inn í töfraheim leikhússins. 
Nemendur unnu að sviðsmyndinni með Maggý umsjónakennara í 5. bekk. Ingibjörg og Tóka, einnig umsjónakennarar í 5.bekk, æfðu með nemendunum texta og lög. Sandra sviðlistarkennari sá svo um leikstjórn, tónlistarstjórn og sviðshreyfingar ásamt því að hanna alla búninga. Dagný myndlistarkennari skólans hannaði og bjó til frábærar hýenugrímur. 
 
Nemendur lögðu mjög hart að sér við æfingar og skinu skært á sviðinu. Það sem við erum stolt af þessum krökkkum!