Móttökudeild

Við Seljaskóla er starfrækt önnur móttökudeild af tveimur í Reykjavík sem er fyrir nemendur í leit að alþjóðlegri vernd. Móttökudeildin var stofnuð vorið 2019 og var fyrstu árin starfrækt við Álftamýrarskóla. Vorið 2022 var ákveðið að flytja starfsemina til Seljaskóla og í samvinnu við Miðberg fékk deildinn inni í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Vinasels sem stendur á jaðri skólalóðar Seljaskóla. Haustið 2024 var ákveðið að skipta deildinni upp í tvennt og staðsetja móttökudeild fyrir nemendur í 1.-5. bekk við Breiðagerðisskóla, nemendur í 6-10. bekk sækja nám í móttökudeild Seljaskóla. 

Hlutverk og markmið

Hlutverk móttökudeildar er fyrst og fremst að taka á móti börnum sem eru í leit að alþjóðlegir vernd og hlúa að þeim. Markmið deildarinnar er að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir í námi, kenna þeim íslensku og undirbúa þá fyrir hefðbundna skólagöngu. Nemendur koma úr misjöfnum aðstæðum og hafa sumir þeirra verið á flótta allt sitt líf. Skólaganga þeirra er í flestum tilfellum mjög brotin og jafnvel engin. 

 

Starfsfólk móttökudeildar

Við móttökudeildina starfa deildarstjóri, þrír grunnskólakennarar og tveir stuðningfulltrúar. Starfsfólk deildarinnar býr yfir mikilli reynslu þegar kemur að því að vinna með nemendum sem koma úr flóknum aðstæðum. Starfsfólkið kemur úr mismunandi menningarheimum og býr yfir mikilli tungumálakunnáttu. 

 

  • Hulda I. Rafnarsdóttir, deildarstjóri
  • Hilal Kücükakin, grunnskólakennari
  • Nela Rajic, grunnskólakennari
  • Svala Jónsdóttir, grunnskólakennari
  • Coralia Campos, stuðningsfulltrúi
  • Idil Shire, stuðningsfulltrúi
Teikning af fólki að vinna saman við borð.