Vorhátíð Seljaskóla miðvikudaginn 21. maí kl. 14-16

vorhátíð

Vorhátíð Seljaskóla verður haldin miðvikudaginn 21. maí á millli klukkan 14:00 og 16:00. 

Samkvæmt skóladagatali átti vorhátíðin að vera haldin á fimmtudaginn. En í samvinnu við foreldrafélagið var ákveðið að flýta vorhátíðinni um einn dag sökum veðurs, til miðvikudagsins 21. maí. 

Það verður margt skemmtilegt um að vera á vorhátíðinni; hoppukastalar, veltibílinn, risasápukúlur, karaoke, auk þess sem boðið verður upp á popp, ís og safa. Síðast en ekki síst munu BMX-brós mæta með geggjað atriði!

Nemendur sem eru í frístund þennan dag mæta á vorhátíðina með starfsfólki frístundar. 

Forráðamenn, foreldrar og systkini eru velkomin! 

Við hlökkum til að sjá sem flesta!